GLITSKÝ MANAGEMENT er umboðsskrifstofa fyrir framúrskarandi tónlistarfólk sem hefur metnað fyrir að byggja upp sinn feril alþjóðlega.
GLITSKÝ býður upp á heildstæða þjónustu til að framkvæma sýn metnaðarfulls tónlistarfólks.
Boðið er upp á bæði ráðgjöf og framkvæmd:
umboðsþjónusta
markaðssetning
útflutningur

GILDI
GLITSKÝ er nefnt eftir náttúrufyrirbrigðinu sem er bæði einstakt sjónarspil en líka afar sjaldgæft. Myndlíkin endurspeglar fullkomlega gildi GLITSKÝ, en skrifstofan er á höttunum eftir hæfileikafólki á heimsmælikvarða.
Skrifstofan er stofnuð af Hrefnu Helgadóttur, þekkt sem Habbi, og er umgjörð utan um rekstur skrifstofunnar á Íslandi. Hún vinnur einnig reglulega með alþjóðlegum samstarfsaðilum sem eru dregin inn í verkefni þegar við á.
-
GLITSKÝ vinnur þvert á tónlistarstefnur og hefur reynslu af verkefnum í poppi, neo-soul, neo-classical, og grasrótarrokki.
Það sem tónlistin á öll sameiginleg er að lagasmíðar eru í háveigum hafðar sem og hljóðritun tónlistarinnar.
-
Ef að sýnin er ekki skýr þegar verkefnið kemur til okkar þá skerpum við hana þangað til hún verður það.
Ekkert skiptir meira máli en að vita hvert stefnunni er heitið svo verkið vinnist markvisst.
-
Raunveruleikinn í tónlist í dag er því miður sá að margir eru kallaðir, en fáir útvaldir.
GLITSKÝ er að leita að fagfólki í tónlist sem einsetur sér að ná þeim árangri sem þau ætla sér og eru tilbúin að vinna markvisst að löngum, farsælum ferli í tónlist.
-
Það hljómar kannski eins og það stangist á að vera bæði metnaðarfullur en vilja líka líða vel og eiga feril sem er sjálfbær. Það gerir það sem alls ekki, því það að brenna sig út í fyrstu atrennu gerir engum gott.
Vellíðan & sjálfbærni fela í sér heiðarleg samskipti byggðu á gagnkvæmu trausti, raunsæ markmið, og úthald í langhlaup.
-
Stofnandi
Hrefna Helgadóttir er stofnandi og eigandi GLITSKÝ Management, nýrrar og framsækinar umboðsskrifstofu sem styður við tónlistarfólk í rekstri, sjálfbærni og stefnumótun. Hún hefur yfir áratugar reynslu úr íslenska og alþjóðlega tónlistargeiranum eftir tíu ára búsetu í London, bæði sem fagráðgjafi og stjórnandi, með djúpan skilning á áskorunum og tækifærum sem listafólk stendur frammi fyrir í síbreytilegu menningar- og atvinnulífi.
Hrefna starfaði áður sem kynningarstjóri hjá Tónlistarmiðstöð Íslands (Iceland Music), þar sem hún leiddi fjölbreytt verkefni í tengslum við markaðssetningu íslenskrar tónlistar erlendis, samstarf við útgefendur, listamenn, viðburðahaldara og fjölmiðla. Í gegnum þau verkefni byggði hún upp sterkt tengslanet bæði innanlands og utan og varð þekkt fyrir hæfni sína í að miðla gildi tónlistar og skapa sýnilega, vandaða umgjörð utan um listamenn.
Í gegnum árin hefur Hrefna unnið náið með fjölda tónlistarfólks, haldið fyrirlestra og námskeið við stofnanir á borð við Listaháskóla Íslands, FÍH (Tónlistarskóla FÍH), og MÍT (Miðstöð íslenskrar tónlistar), auk þess að koma að leiðsögn og fræðslu í tengslum við Músíktilraunir og önnur svið listalífsins. Í allri sinni vinnu leggur hún áherslu á að efla sjálfstæði listamanna, bæði hvað varðar markaðsmál og rekstur – og vinna með þeim að því að þróa sjálfbæra, heilbrigða og skýra framtíðarsýn.
Með GLITSKÝ Management hefur Hrefna sett sér það markmið að bæta aðgengi listafólks að þekkingu á rekstri, stefnumótun og miðlun, og vinna markvisst að inngildingu, fjölbreytni og nýsköpun innan skapandi greina. Fyrstu verkefni hennar á eigin vegum fela meðal annars í sér þróun fræðsluhefta fyrir tónlistarfólk, sem fjalla um samfélagsmiðla, áætlanagerð fyrir tónleika og útgáfur, og byggja á raunverulegum þörfum listafólks sem hún hefur starfað með.
Hrefna sameinar sterkan faggrunn í menningarstjórnun, reynslu úr miðlun og markaðssetningu, og djúpan skilning á listrænni vinnu. Hún er eldhugi í fræðslu og nýsköpun innan tónlistargeirans, og vinnur jafnt með nýliðum sem rótgrónum listamönnum að því að skapa fleiri farvegi til vaxtar, þekkingar og sjálfbærni í listalífi framtíðarinnar.